Á miðvikudagskvöld eftir að börnin voru sofnuð skelltum við foreldrarnir í súkkulaði mug cake (könnuköku) og heitt súkkulaði..
Súkkulaði könnukakan var akkúrat nógu stór til að fylla upp súkkulaðiþörf dagsins en ég breytti upprunalegu uppskriftinni í aðeins „hollari“ útgáfu (hollari innihaldið skrifa ég í sviga hér fyrir neðan)
Súkkulaði Mugcake
30g hveiti (notaði spelt)
30g púðursykur (notaði kókospálmasykur)
20g hreint kakóduft
Klípa salt
0,3 dl rapsolía
0,3 dl mjólk, kaffi eða vatn (notaði haframjólk)
Einn lítill súkkulaðibiti. Mæli með að þú notir uppáhalds súkkulaðið þitt 🙂
Blanda saman þurrefnunum. Hræra mjókinni, kaffinu eða vatninu ásamt olíunni saman við, verður að þykkri hræru. Hræunni hellt í stóran bolla, súkkulaðibitanum stungið í miðjuna og bollinn í örbylgjuofninn á hæðstu stillingu í 3 – 4 mínútur (fer eftir örbylgjuofninum) Kakan er tilbúin þegar toppurinn á kökunni hefur lyft sér og yfirborðið er fast.
Ljómandi gott heitt súkkulaði
2 könnur/bollar haframjólk (eða mjólk að eigin vali)
2 msk hrá kakóduft
1/2 tsk vanilluduft
Smá kanill
3 msk kókospálmasykur
Mæla 2 könnur/bolla af haframjólk og henni hellt í lítinn pott. Ekki sjóða.
Bæta kakó, vanillu og kókospálmasykrinum útí. Hræra vel saman með písk eða sleif.
Smakka til með smá kókospálmasykri ef það er ekki nógu sætt fyrir þinn smekk.