Mömmukökur – Jólasmákökur

Tíminn flýgur áfram og ég held ég hafi nú bara aldrei haft svona mikið að gera í nóvember og desember áður! En ég skemmti mér stórkostlega bæði heima fyrir, í vinnunni og í fjarnáminu frá Íslandi. En þar sem það er komin desember og mér finnst alveg einstaklega gaman að baka jólasmákökur þá ætla ég að byrja á uppáhalds jólasmáköku uppskrift okkar fjölskyldunnar! Þessar smákökur hafa fylgt móðurfjölskyldunni minni í fjölda ára og hafa alltaf verið á boðstólnum hjá elsku Ömmu Blóm í Súðavík.

125g smjör
250g síróp
125g sykur
1 egg
500g hveiti
2 tsk natron
1 tsk engiferduft, ef vill

Smjör, sykur og síróp er hitað saman í potti og síðan látið kólna. Egginu hrært vel saman við. Sáldra saman þurrefnunum og hella sírópsblöndunni saman við í smá skömmtum og hnoðið, gjarnan í hrærivél. Deigið á að verða slétt og fellt. Pakka deiginu í plastfilmu og geyma í ísskáp í nokkrar klukkustundir, jafnvel yfir nótt.

Deigið er hnoðað upp og flatt út fremur þunnt með kökukefli. Kökur stungnar út með glasi eða öðru formi og bakaðar á bökunarpappír við 190°c.
Varast að baka þær ekki of mikið! Þegar kökurnar hafa kólnað eru þær lagðar saman með smjörkreminu.

Smjörkrem:
125g smjör
125g flórsykur
1 eggjarauða
1/2 tsk vanillusykur

Smjör og sykur þeytt vel saman í hrærivél og eggjarauðunni og vanillusykrinum bætt út í. Þeytt vel.

Við prufuðum okkur aðeins áfram með deigið, skárum út stórt hjarta og svo annað lítið inní, lögðum síðan einn bismark brjóst sykur í miðjuna og bökuðum í nokkrar mínútur, vorum himin lifandi með útkomuna 🙂

SAMSUNG CSC

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s