Á dögum sem þessum þar sem ringt hefur í mest allan dag en hitinn samt haldist um og yfir 15 gráður, kemur maðurinn minn heim hundblautur og dauðþreyttur eftir erfiðan vinnudag. Hann vinnur flesta daga ársins úti, bæði sem verkstjóri í húsasmíði og einnig sá sem mundar hamarinn í hvaða veðri sem er 🙂 Svo.. nú í kvöld þegar yngri börnin okkar tvö voru kominn langleiðina inní draumaheima kúrðum við undir teppi með þessar líka dýrindis góðu súkkulaði og hindberja kökur og létum líða úr okkur fyrir framan sjónvarpið.. (já áttum bara tvo þætti eftir í annari seríu af Orange is the new Black.. Netflix klikkar ekki :))
3 msk fínt spelt
1 msk + 1 tsk óstætt kakóduft
1/8 tsk salt
1/4 tsk lyftiduft
2 tsk sæta
stevía á hnífsoddi eða auka msk af sætu
1/2 tsk vanillu extract
3 msk mjólk að eigin vali
2 1/2 tsk kókósolía
2 msk stöppuð hindber eða hindberja sulta
Lúka af dökkum súkkulaði dropum ef vill
Ef þú ætlar að nota bökunarofninn skaltu forhita hann við 180°c, ég nota örbylgjuofninn. Best er að nota hitaþolna könnu eða annað bökunarform sem er sem líkast könnu eða bolla. Smyrja bökunarformið / könnuna. Í litla skál blanda saman fyrstu 6 innihaldsefnunum, því næst er olíunni, vanilunni og mjólkinni blandað saman við. Helmingur deigsins er settur í botn formsins/könnunar þá er hindberja stappan/sultan og ef til vill súkkulaði droparnir sett ofan á deigið og svo að lokum restin af deiginu. Bakað í 30-40 sekúndur í örbylgjuofni eða 13 – 14 mínútur í bökunarofni. Leyfa kökunni að kólna aðeins áður en reynt er að ná henni úr forminu/könnunni.
Borið fram með bros á vör og góðum tebolla 🙂