Heilsteiktur Sítrónu Kjúklingur og Ofnbökuð Eggaldin Dásemd

Laaanngt bloggstopp tekur loksins enda 🙂 Nú er ég loksins komin aftur til Kristiansund eftir 6 vikna sumarfrí á Íslandi. Ég segi loksins þar sem börnin mín voru farin að þrá rútínu mjög heitt eftir að ég var búin að vera að þeytast með þau hingað og þangað í nokkrar vikur, þvers og krus um landið. Við gistum á 7 mismunandi stöðum, einna helst í heimahúsum hjá yndislegu ættingjum, er svo þakklát fyrir alla gestrisnina sem okkur var sýnd. Við fórum norður til Dalvíkur á Fiskidaginn mikla, klikkaði ekki frekar en fyrri ár 🙂 kíktum vestur á Ísafjörð og áttum góðar stundir með ættingjum og vinum. Hápunktur ferðarinnar var svo brúðkaup systur minnar, sjö-níu-þrettán 😀
Við komum aftur út á þriðjudagskvöld síðastliðið og leikskólastelpan okkar fór í leikskólann á fimmtudaginn alsæl að hitta vini sína aftur. Litli 10 mánaða kúturinn okkar kíkti við og heilsaði uppá leikskólakennarana og börnin á sinni deild, en hann mun byrja á leikskóla í byrjun október.. þangað til fær hann að vera heima með pabba sínum  😀

Við brölluðum margt skemmtilegt í ferðinni og hér fyrir neðan má sjá nokkrar svipmyndir frá Íslandinu góða 🙂

EN… núna þýðir ekkert annað en að skella sér í hollagírinn eftir sætt og gott sumar, á fimmtudagskvöld varð heilsteikur sítrónu kjúklingur að hætti Jamie Oliver fyrir valinu. Við höfðum svo ofnbakaða eggaldin dásemd með sem meðlæti 🙂 Eggaldin er í miklu uppáhaldi hjá okkur og hefur hingað til ekki klikkað sem meðlæti með t.d. kjúkling, fisk og lambakjöti 🙂

Heilsteiktur Sítrónu Kjúklingur
Heill Kjúklingur
2 laukar
2-3 gulrætur
2 sellerí stönglar
Heill hvítlaukur
Ólífuolía
Sjávarsalt
Svartur pipar
1 búnt kryddjurtir t.d. timjan, rósmarín, salvía eða annað

Best er að taka kjúklinginn út úr ísskápnum ca. 30 mínútum áður en hann fer inn í ofninn. Forhita ofninn við 240°c.
Það er óþarfi að skera utan af grænmetinu, nóg að skola það og skera í grófa bita. Hvítlauknum er skipt niður í heila geira. (Ég notaði reyndar hvítlauks mauk úr túpu og hrærði saman við grænmetið) Grænmetinu komið fyrir í eldföstumóti eða í steikarpott og olíunni dreift yfir.

SAMSUNG CSC

Bera olíu á kjúklinginn og krydda vel með salti og pipar, gott að nudda kryddinu vel á kjúklinginn.
Stinga sítrónuna grunnt með hnífsoddi (ef þú ert með örbylgjuofn er gott að skella sítrónunni í örbylgjuna í 40 sekúndur til að fá fram bragðið)

SAMSUNG CSC

Sítrónunni er þá stungið í holrúmið á kjúklingnum ásamt kryddjurtunum.

Kjúklingurinn er því næst settur í eldfastamótið/steikarpottinn ofan á grænmetið.

SAMSUNG CSC

Mótið/potturinn er sett inní ofninn og hitinn strax lækkaður niður í 200°c. Steikar tíminn er ca. 1 klukkutími og 20 mínútur.

SAMSUNG CSC

SAMSUNG CSC


Ofnbökuð Eggaldin dásemd

2 eggaldin
1 dós/pakki hakkaðir tómatar (við notuðum með hvítlauk og oregano)
2 Hvítlauksgeirar eða hvítlauksmauk
Olífuolía
Salt
Rifinn ostur
Chilli, má sleppa

Eggaldinin eru afhýdd og þau svo skorin í hæfilega teninga (ca. 1,5 cm x 1,5 cm). Olían hituð á pönnu ásamt hvítlauknum,
eggaldin teningarnir eru steikt á pönnunni og saltaðir til. Þá er teningunum blandað saman við hökkuðu tómatana og niðurskorið chilli (ef vill) og sett í eldfast mót. Rifnum osti stráð yfir og bakað í ofni við 200°c í ca. 40 mínútur.

Kjúklingurinn er borinn fram með eggaldin dásemdinni, fersku salati og hrísgrjónum

SAMSUNG CSC
SAMSUNG CSC

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s