Hef dálæti á næturgrautum.. er bara rétt að byrja svo haldið ykkur fast því þeir verða fleiri og fleiri og fleiri.. 🙂
Fyrir 2
1 bolli haframjöl
1 bolli mjólk (mæli með hafra-, möndlu eða rísmjólk)
2 msk chia fræ
Safi úr einni sítrónu
2/3 bollar frosin hindber
Smá salt
(2 tsk hunang eða agave ef þú vilt sæta grautinn)
Allt hrært mjög vel saman í krukku eða í skál. Best er að hafa lok ofan á krukkunni/skálinni. Geymt í ísskáp yfir nótt. Skreytt með t.d ferskum hindberjum, möndlum og hunangi.