Bakaður hafragrautur / Morgunverðar múffur

20131019-105741.jpg

Gerir 6 stórar múffur (fyrir 2)

1 bolli haframjöl
1 bolli möndlumjöl
1 bolli mjólk (ég nota haframjólk)
2 egg
1 tsk matarsódi
1 tsk sítrónusafi
2 tsk vanilludropar
hunang eða önnur sæta (nota Akasíu hunang)
Nokkur jarðarber

Hræra öllu vel saman, jarðarberin eru skorin í bita. Nota ca 2 tsk hunang. Degið sett í pappírs muffinform eða í sílíkon muffin form (notaði stórt sílíkon muffin form fyrir 6 múffur. Tvö, þrjú jarðarber skorin í sneiðar og sett ofan á hverja múffu, ásamt smá hunangi.
Bakað í 25 – 30 mínútur á 180°c.

Borið fram með hreinni jógúrt, smá hunangi og jafnvel frískandi smoothie 🙂
Dóttir mín sem er fimm ára elskar hafragraut og eftir að hafa smakkað bita af múffunni bað hún mig að skera eina múffu í ,,í marga bita“ og setja jógúrt, jarðarber og jarðarberja sultu ofan á. Áttum því miður ekki sultu svo jarðarber og reyndar bað hún um bananabita líka þegar hún var hálfnuð fékk að duga í þetta sinn 🙂

*Múffurnar eru ekki mjög sætar og því hægt að bæta þurrkuðum ávöxtum (t.d. rúsínum, trönuberjum, jarðarberjum) saman við deigið eða bæta meiri sætu (hunangi, agave o.s.fr.) Ég gerði það ekki í þetta skipti þar sem ég hef vanalega hafragrautinn minn ekki mjög sætann.

*Ég ákvað að hafa möndlumjöl í uppskriftinni til að út kæmi meiri múffa en grautur. Hægt er að sleppa möndlumjölinu og baka grautinn þá í litlum skálum eða í eldföstumóti. Þá í ca. 20 mínútur á 180°c.

20131019-105939.jpg

20131019-105727.jpg

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s