Súkkulaði og banana kínóa grautur

SAMSUNG CSC
Ég hef seinustu 15 daga verið að fylgja matseðli meistaramánaðarins (fitubrennsla.is) og er svo ánægð með þessa 15 daga! Matseðillinn er æðislegur og auðvelt að matreiða eftir þessum góðu uppskriftum og kvöldmáltíðirnar passa minni fjölskyldu mjög vel. Ég ákvað 1 október að taka mynd af hverri máltíð hvers dags út mánuðinn og sjá hvort það gæfi mér ekki góða hvatningu til að halda ótrauð áfram því ég þurfti virkilega á því að halda 🙂 Matseðillinn er fyrir 15 daga og í dag ætti ég því að byrja aftur á degi eitt og halda svo áfram.. ég ákvað að breyta aðeins til og finna eigin uppskriftir af morgunmat, því þá get ég deilt með ykkur uppskriftunum í von um að það veiti einhverjum ykkar innblástur og sömuleiðis að halda mér við efnið.

Ég ELSKA morgunmat og vakna frekar fyrr á morgnanna bara svo ég hafi tíma til að næra mig vel áður en haldið er af stað útí daginn. Seinustu ár hef ég oftast valið morgunkorn, sem hefur reyndar verið einn af mínum uppáhalds „mat“ alveg frá því ég var krakki. Oft borðaði ég morgunkorn bæði í morgunmat og sem kvöldkaffi.. þegar ég fór til útlanda var einna mest spennandi að finna nýjar morgunkorns tegundir að smakka! Í dag er ég alveg hissa á því að ég skuli ekki hafa gert mér fyrr grein fyrir því að ein af ástæðunum fyrir því að ég varð mjög fljótt svöng eftir morgunmatinn var einmitt útaf því að ég borðaði kannski bara cornflakes og mjólk. Plús að hér í Noregi fæst ekki góða Cheeriosið frá General Mills, heldur bara Nestlé Cheerios sem er VEL sykrað og börnin mín kvarta oft yfir því hvað þau sakni þess að fá ekki góð „íslenska“ Cheeriosið útí búð.
En nú skal bætt úr því og leyft ímyndurnaraflinu að taka völdin…

1/2 bolli hrátt kínóa
1 bolli + 1/4 bolli möndlumjólk*
1/2 bolli vatn
Dass af sjávarsalti
1 banani. Hálfur stappaður og hinn helmingurinn skorinn í sneiðar
2 tsk hunang (ég nota akasíu hunang)
2 tsk kakó duft (t.d. frá Sollu)
1/2 tsk vanillu extract
Fersk minta eða sítrónumelissa sem skraut

Kínóa, vatn og 1 bolli af möndlumjólk sett í lítinn pott ásamt sjávarsaltinu og fengin upp suða.
Þegar suðan er komin upp er lækkað undir pottinum og látið malla, hræra öðru hvoru þar til vökvinn er horfinn (ca. 10 mínútur)
Grauturinn settur í skál og stappaða banananum, kakóinu, vanillunni og hunanginu hrært saman við.
Hella restinni (1/4 bolli) af möndlumjólkinni yfir grautinn og skreytt með bananasneiðum og mintulaufum/sítrónumelissulaufum (ef vill)

*Möndlumjólk. Ég geri sem oftast möndumjólkina sjálf., skelli inn uppskrift af henni á næstu dögum.

SAMSUNG CSC

Ég byrja einnig hvern morgun á því að drekka sítrónuvatn sem sagt er vera allra meina bót! Ótrúlega frískandi og hreinsandi drykkur.
Kreisti hálfa sítrónu í ca. hálfan líter af ísköldu vatni. Einfalt og gott

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s