Já allt það sem gerir lífið svo ljúft…

Já nú tók ég loksins ákvörðunina! Ég hef lengi hugsað mér að opna heimsíðu/blogg þar sem ég „pósta“ því sem ég hef brennandi áhuga á! Ef ég á að segja alveg eins og er þá er komin í smá ógöngur.. er núna búin að vera í fæðingarorlofi í að verða 7 mánuði (hætti reyndar að vinna fjórum mánuðum áður en litli sætalingurinn minn fæddist) og það sem virðist endurtaka sig í þessu fæðingarorlofi líkt og því sem ég tók fyrir 5 árum síðan þegar heimsætan fæddist, var að ég kúplast að einhverju leiti útúr veruleikanum.. verð einhvernvegin aðgerðalaus og þá tekur hugurinn völdin! Ég þarf að koma mér aftur á rétt ról og finna mér eitthvað jákvætt og uppbyggilegt „verkefni“!

Ég hugsaði þessa síðu sem einskonar minnisbanki fyrir mig, þar sem ég get nálgast uppskriftir, myndir og fleira sem er mér mikilvægt, hvar og hvenær sem er!… ég er orðin þreytt á að sjá t.d. uppskriftir í himinháum búnkum í skúffunum hér heima og fjölda margar stútfullar möppur í tölvunni minni og hringsnúast í hrúgunni og vita ekki hvar ég á að byrja, já eða enda!
Málið er að ég er uppskriftaFÍKILL já FÍKILL með stórum stöfum! Og ég veit fátt skemmtilegra en að komast yfir uppskriftabók sem ég hef ekki séð áður og ég gæti eiginlega sagt að ég finni fyrir adrenalín „kick-i“ í hvert skipti sem ég kemst í bitastæðar uppskriftir.. ég veit að þessi fíkn heldur í hendur við matarfíknina mína og ég ætla mér því að reyna að gera það besta útúr þessu öllu saman 🙂
Ég ætla því einnig að nýta þessa síðu til að skrá niður ýmsar hugleiðingar og fleira í baráttu minni við matarfíknina, batnandi mönnum er best að lifa, ekki satt?

Markmið mitt er því að halda uppi skemmtilegri og einfaldri síðu með uppskriftum af öllu því sem ég dunda mér við í eldhúsinu ásamt því að setja inn allskyns pælingar og fleira sem mér dettur í hug. Vona að þið sem fylgist með hafið gaman að… bestu kveðjur héðan úr Kristiansund 🙂

3 athugasemdir við “Já allt það sem gerir lífið svo ljúft…

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s